Lagt fram svar Orkustofnunar dags. 27.06.17 við erindi Fljótsdalshéraðs, dags. 24.02.17, þar sem óskað var, í 13 tölusettum liðum, eftir því að Orkustofnun skýrði efnislegar forsendur fyrir staðfestingu stofnunarinnar á mörkum dreifbýlisgjaldskrársvæðis RARIK innan sveitarfélagsins. Að mati Orkustofnunar eru athugasemdir sveitarfélagsins ekki þess eðlis að þær breyti afstöðu stofnunarinnar til málsins, en munu þó leiða til þess að stofnunin mun endurskoða verklag við staðfestingu dreifbýlisgjaldskrársvæða í framtíðinni.
Bæjarráð lýsir furðu sinni yfir þessari niðurstöðu en beinir því til stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf að skoðað verði að fyrirtækið sem raforkukaupandi kæri gildandi gjaldskrá til úrskurðarnefndar.