Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

368. fundur 09. janúar 2017 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmsa liði sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins á árinu 2016.
Einnig kynnti Björn Ingimarsson upplýsingar frá Sambandi sveitarfélaga um ýmsar lykiltölur um leik- og grunnskóla.
Farið yfir grein í gildandi starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs, sem varðar stuðning við líkamsrækt starfsmanna og lagt til að breyta henni þannig að hún hljóði svo:
"Stuðla að hreyfingu og líkamsrækt starfsmanna, með því að greiða árlegan hreyfi- og heilsueflingarstyrk til starfsfólks sveitarfélagsins, samkvæmt nánari reglum þar um".

2.Fundargerð 845. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201612094Vakta málsnúmer

Varðandi lið 12 í fundargerð Sambandsins, þá er bæjarráð ósammála umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið, en tekur undir þær athugasemdir sem bæjarstjórn Fjarðarbyggðar gerð um það á fundi sínum 15. desember síðastliðinn.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Sláturhúsið Menningarsetur ehf. Hluthafafundur

Málsnúmer 201701016Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar í fundargerð hluthafafundar Sláturhússins Menningarseturs ehf. frá 23. desember 2016 og samþykkir þær breytingar á stjórn félagsins sem þar koma fram og einnig breytingar á samþykktum félagsins sem þar voru samþykktar.

4.Álagning fasteignaskatts á vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar sem eru í Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201607032Vakta málsnúmer

Til kynningar.

5.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Austurför og Þjónustusamfélagið á Héraði vegna Egilsstaðastofu og rekstur tjaldsvæðis á Egilsstöðum og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegu eintaki og undirrita síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði um verkefnisstjóra markaðsmála og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegu eintaki og undirrita síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Fundargerð 217. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201612097Vakta málsnúmer

Gunnar fór yfir nokkra liði í fundargerðinni og upplýsti um stöðu mála.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

8.Kjarasamningar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

Málsnúmer 201612049Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur áherslu á að bæði sveitarfélög og tónlistarkennarar bera ábyrgð á því að farsæl niðurstaða náist. Bæjarráð telur mikilvægt að samninganefndir nái niðurstöðu sem fyrst.

9.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 201011096Vakta málsnúmer

Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem endurtekið hefur komið upp varðandi sjúkraflug og aðgengi að neyðarþjónustu á Landspítala, krefst bæjarráð Fljótsdalshéraðs þess að þriðja flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð án tafar. Mikilvægt er að brautin sé starfhæf þangað til önnur ásættanleg lausn er fundin varðandi sjúkraflug.

Miðað við þær áherslur í þróun heilbrigðisþjónustu sem unnið er samkvæmt má ljóst vera að aðgengi að Landspítala - Háskólasjúkrahúsi þarf að vera eins gott og mögulegt er fyrir alla landsmenn og á það ekki síst við um neyðarþjónustu.

Með lokun brautarinnar er slík þjónusta skert verulega og verði ekki úr þessu bætt án tafar er eðlilegt að stjórnvöld bregðist við með því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni með þeim hætti að neyðarþjónusta verði aðgengileg á fleiri en einum stað.

Fundi slitið - kl. 11:15.