Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2016 varðandi stöðuna í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Bæjarráð leggur áherslu á að bæði sveitarfélög og tónlistarkennarar bera ábyrgð á því að farsæl niðurstaða náist. Bæjarráð telur mikilvægt að samninganefndir nái niðurstöðu sem fyrst.
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara lögð fram til kynningar. Bæjarráð fagnar því að samningar hafa náðst. Fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna þeirrar hækkunar launaliða, sem þessi samningur kallar á.