Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 201011096

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Eyrún Arnardóttir, Sigrún Blöndal, Páll Sigvaldason, Stefán Bogi Sveinsson, Árni Kristinsson, Sigvaldi Ragnarsson, Karl Lauritzson og Gunnar Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshérað mótmælir harðlega þeim nöturlegu skilaboðum sem felast í samningi fjármálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sem undirritaður var á Reykjavíkurflugvelli þann 14. mars. Ráðstöfun á landi því sem um ræðir undir íbúabyggð skerðir notkunarmöguleika Reykjavíkurflugvallar og dregur úr möguleikum hans til að þjóna því mikilvæga hlutverki sem ætla verður vellinum til framtíðar, að tengja saman höfuðborgarsvæðið og aðrar byggðir landsins. Málefni Reykjavíkurflugvallar eru ekki einkamál Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytisins og gera verður þá kröfu að unnið sé að málefnum vallarins í breiðri sátt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að yfirvöld samgöngumála beiti sér fyrir því að miðstöð innanlandsflugs verði áfram á Reykjavíkurflugvelli. Skorað er á stjórnvöld að sú ráðstöfun sem hér um ræðir verði tekin til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til auglýsts aðalskipulags Reykjavíkurborgar ítrekar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrri athugasemdir við fyrirhugaða lokun Reykjavíkurflugvallar á komandi árum.
Það viðhorf sem kemur fram í auglýstri tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, sem og í viðtölum við forsvarsmenn borgarinnar, vekur furðu þegar haft er í huga það hlutverk sem Reykjavíkurborg er ætlað sem höfuðborg landsins. Gangi hugmyndir borgaryfirvalda eftir er eðlilegt að stjórnvöld taki til endurskoðunar staðsetningu stofnana ríkisins sem hingað til hefur þótt eðlilegt að væru staðsettar í höfuðborg landsins.
Hér er í húfi tenging landsbyggðarinnar við nær alla opinbera þjónustu sem staðsett er í höfuðborginni, auk þess sem Reykjavíkurflugvöllur er lífæð sjúkraflugs og órjúfanlegur hluti af uppbyggingarhugmyndum um byggingu hátæknisjúkrahúss á Landspítalareitnum.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hvetur önnur sveitarfélög sem og hagsmunaaðila til að koma á framfæri athugasemdum vegna umrædds auglýsts aðalskipulags.
Bæjarráð hvetur íbúa Fljótsdalshéraðs til að láta skoðun sína á málinu í ljós og bendir meðal annars á undirskriftasöfnun þá sem nú er í gangi vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til auglýsts aðalskipulags Reykjavíkurborgar ítrekar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrri athugasemdir við fyrirhugaða lokun Reykjavíkurflugvallar á komandi árum.
Það viðhorf sem kemur fram í auglýstri tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, sem og í viðtölum við forsvarsmenn borgarinnar, vekur furðu þegar haft er í huga það hlutverk sem Reykjavíkurborg er ætlað sem höfuðborg landsins. Gangi hugmyndir borgaryfirvalda eftir er eðlilegt að stjórnvöld taki til endurskoðunar staðsetningu stofnana ríkisins sem hingað til hefur þótt eðlilegt að væru staðsettar í höfuðborg landsins.
Hér er í húfi tenging landsbyggðarinnar við nær alla opinbera þjónustu sem staðsett er í höfuðborginni, auk þess sem Reykjavíkurflugvöllur er lífæð sjúkraflugs og órjúfanlegur hluti af uppbyggingarhugmyndum um byggingu hátæknisjúkrahúss á Landspítalareitnum.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hvetur önnur sveitarfélög sem og hagsmunaaðila til að koma á framfæri athugasemdum vegna umrædds auglýsts aðalskipulags.
Bæjarstjórn hvetur íbúa Fljótsdalshéraðs til að láta skoðun sína á málinu í ljós og bendir meðal annars á undirskriftasöfnun þá sem nú er í gangi vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 330. fundur - 15.02.2016

Bæjarráð leggur áherslu á það við skipulagsyfirvöld í Reykjavík að tryggt verði að starfssemi Reykjavíkurflugvallar verði óskert og þá ekki síst með tilliti til öryggis þeirra íbúa landsins sem geta átt allt sitt undir óhindruðum samgöngum til Reykjavíkur.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á það við skipulagsyfirvöld í Reykjavík að tryggt verði að starfsemi Reykjavíkurflugvallar verði óskert og þá ekki síst með tilliti til öryggis þeirra íbúa landsins sem geta átt allt sitt undir óhindruðum samgöngum til Reykjavíkur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 342. fundur - 23.05.2016

Lögð fram til kynningar útskrift úr fundargerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 20. apríl 2016.
Bæjarráð ítrekar fyrri athugasemdir sveitarfélagsins varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 353. fundur - 05.09.2016

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSA frá, 18. ágúst, þar sem lýst er yfir gríðarlegum vonbrigðum með þann farveg sem hið opinbera hefur sett málefni innanlandsflugvallar í Reykjavík í. Samhliða þessum afdrifaríku ákvörðunum, hafa yfirvöld ekki lagt fram neina áætlun eða stefnu um það hvernig tryggja eigi öryggi og heilsu íbúa á Austurlandi og um land allt. Það er skýlaus krafa að úr því verði bætt án tafar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar SSA frá, 18. ágúst, þar sem lýst er yfir gríðarlegum vonbrigðum með þann farveg sem hið opinbera hefur sett málefni innanlandsflugvallar í Reykjavík í. Samhliða þessum afdrifaríku ákvörðunum, hafa yfirvöld ekki lagt fram neina áætlun eða stefnu um það hvernig tryggja eigi öryggi og heilsu íbúa á Austurlandi og um land allt. Það er skýlaus krafa að úr því verði bætt án tafar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 368. fundur - 09.01.2017

Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem endurtekið hefur komið upp varðandi sjúkraflug og aðgengi að neyðarþjónustu á Landspítala, krefst bæjarráð Fljótsdalshéraðs þess að þriðja flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð án tafar. Mikilvægt er að brautin sé starfhæf þangað til önnur ásættanleg lausn er fundin varðandi sjúkraflug.

Miðað við þær áherslur í þróun heilbrigðisþjónustu sem unnið er samkvæmt má ljóst vera að aðgengi að Landspítala - Háskólasjúkrahúsi þarf að vera eins gott og mögulegt er fyrir alla landsmenn og á það ekki síst við um neyðarþjónustu.

Með lokun brautarinnar er slík þjónusta skert verulega og verði ekki úr þessu bætt án tafar er eðlilegt að stjórnvöld bregðist við með því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni með þeim hætti að neyðarþjónusta verði aðgengileg á fleiri en einum stað.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 369. fundur - 16.01.2017

Bæjarráð fagnar því sem fram kemur í nýjum stjórnarsáttmála að efna eigi til breiðs samráðs um framtíð Reykjavíkurflugvallar og sömuleiðis því sem komið hefur fram í máli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki ekki fyrr en önnur ásættanleg lausn er komin.