Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

353. fundur 05. september 2016 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

2.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerð 10. fundar stjórnar SSA lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 30. ágúst 2016

Málsnúmer 201608120

Bæjarráð tekur undir með byggingarnefnd og samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi um uppgjör við Velferðarráðuneytið og Framkvæmdasjóð aldraðra á þeim nótum sem kynnt hefur verið.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 212. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201609001

Vegna liðar 2a í fundargerðinni, beinir bæjarráð því til HEF sem og almennt til annarra undirfyrirtækja sveitarfélagsins, að á bak við ákvarðanir um styrki sem veittir eru liggi minnisblað sem er aðgengilegt fyrir eigendur og endurskoðendur, ef slíkar upphæðir eru ekki bókaðar í fundargerð.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 201011096

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSA frá, 18. ágúst, þar sem lýst er yfir gríðarlegum vonbrigðum með þann farveg sem hið opinbera hefur sett málefni innanlandsflugvallar í Reykjavík í. Samhliða þessum afdrifaríku ákvörðunum, hafa yfirvöld ekki lagt fram neina áætlun eða stefnu um það hvernig tryggja eigi öryggi og heilsu íbúa á Austurlandi og um land allt. Það er skýlaus krafa að úr því verði bætt án tafar.

6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi vegna gistingar/Tjarnarbraut 17

Málsnúmer 201608090

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, gisting í flokki II, íbúðargisting að Tjarnarbraut 17.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Sænautasel - Merki

Málsnúmer 201608116

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II - sumarhús kaffihús, veitingahús og greiðasala að Sænautaseli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

8.Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur

Málsnúmer 201609002

Bæjarráð fagnar tillögunni og hvetur til þess að starfshópur um mat á starfssemi náttúrustofa, sem þar er lagður til, verði settur á fót.

Fundi slitið - kl. 10:30.