Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur

Málsnúmer 201609002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 353. fundur - 05.09.2016

Bæjarráð fagnar tillögunni og hvetur til þess að starfshópur um mat á starfssemi náttúrustofa, sem þar er lagður til, verði settur á fót.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar tillögunni og hvetur til þess að starfshópur um mat á starfssemi náttúrustofa, sem þar er lagður til, verði settur á fót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur, 647.mál.
Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar þann 7.9.2016, bæjarstjórn tók undir með bæjarráði og hvetur til þess að starfshópur um mat á starfssemi náttúrustofa, sem þar er lagður til, verði settur á fót.

Lagt fram til kynningar.