Umsókn um nýtt rekstrarleyfi vegna gistingar/Tjarnarbraut 17

Málsnúmer 201608090

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 152. fundur - 02.09.2016

Lagt er fram erindi sýslumanns, Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga, dags. 18.8.2016.
Óskað er eftir umsögn á umsókn til reksturs gistingar í flokki 2, íbúðir.

Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn í veitingu rekstrarleyfis til gistingar í kjallararými húss, íbúð er stendur næst bílskúr. Stærð íbúðar er 39,9fm.

Samþykkt.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 353. fundur - 05.09.2016

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, gisting í flokki II, íbúðargisting að Tjarnarbraut 17.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.