Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Björn bæjarstóri ræddi samskipti við kaupanda Hallormsstaðaskóla,vegna breyttra aðstæðna í rekstri Skógarorku og fór yfir málin. Honum falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
2.Fundargerð 848. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Stapa lífeyrissjóðs, sem boðaður er í Skjólbrekku Mývatnssveit miðvikudaginn 3. maí kl. 13:00. Fljótsdalshéraði, sem er meðal 40 stærstu launagreiðenda á svæðinu, er boðið að senda fulltrúa á fundinn. Bæjarráð samþykkir að tilnefna fjármálastjóra sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Lagt fram bréf frá ábúendum á Unaósi, varðandi áframhaldandi ábúð á jörðinni og drátt á því að hún sé auglýst laus til ábúðar.
Í framhaldinu ræddi bæjarráð ábúð á ríkisjörðum í sveitarfélaginu og tregðu ríkisvaldsins til að auglýsa aftur jarðir til ábúðar sem sagt hefur verið lausum. Bæjarráð tekur heilshugar undir með bréfriturum og ítrekar fyrri afstöðu sína í málefnum ríkisjarða sem birtist meðal annars í bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 15. júní 2016 og var svohljóðandi:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til ríkisvaldsins að leita allra leiða til þess að ríkisjarðir séu setnar og tryggja að samfella sé í búrekstri þeirra jarða sem hafa verið í nýtingu. Í ljósi stöðu dreifbýlis Fljótsdalshéraðs er það sveitarfélaginu sérstaklega mikilvægt að þessar kostajarðir séu setnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
Kl. 11:00 kom Ásta Sigfúsdóttir til fundar við bæjarráð og kynnti hugmyndir sínar að umhverfi og ásýnd.
Björn bæjarstóri ræddi samskipti við kaupanda Hallormsstaðaskóla,vegna breyttra aðstæðna í rekstri Skógarorku og fór yfir málin. Honum falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.