Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

399. fundur 25. september 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Farið yfir upplýsingar frá fjármálastjóra varðandi fjármál og rekstur sveitarfélagsins og ýmsar forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019 til 2021.

Einnig skoðað form fyrir bæjarstjórn til veitingar prókúru fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð samþykkir að málið verið tekið upp á næsta fundi bæjarstjórnar.

2.Fundargerðir Ársala b.s. 2017

Málsnúmer 201702058Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Ársala frá 20. september. Umfjöllun um fundargerðina frestað til næsta fundar.

3.Fundargerð 229. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201709087Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð HEF frá 13. september.

4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 201709062Vakta málsnúmer

Samkvæmt venju sækja fulltrúar í bæjarráði fjármálaráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra.
Fulltrúar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna.

5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 201709079Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

6.Húsnæðisþing 2017

Málsnúmer 201709058Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra húsnæðisáætlana hjá Íbúðalánasjóði, þar sem boðað er til húsnæðisþings í Reykjavík 08. nóvember nk.

Bæjarráð telur æskilegt að fulltrúi frá sveitarfélaginu sæki málþingið og vísar því til næsta fundar að tilnefna hann.

7.Kortlagning á nýtingu lands og landréttinda innan þjóðlendna.

Málsnúmer 201707015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu varðandi nýtingu lands og landsréttinda innan þjólendna.

Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að svara erindinu.

8.Beiðni um styrk við Neytendasamtökin

Málsnúmer 201709086Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Neytendasamtakanna um styrk fyrir árið 2017.

Bæjarráð hafnar erindinu.

Fundi slitið - kl. 11:00.