Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

393. fundur 14. ágúst 2017 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Rætt um kaup á námsgögnum fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun skólanna 2107 var gert ráð fyrir kaupum á námsgögnum fyrir nemendum í 1. - 4 bekk. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir að veita öllum nemendum grunnskóla nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu.
Bæjarráð felur fræðslustjóra, í samráði við skólastjórnendur, að útfæra kaup á umræddum námsgögnum. Fræðslustjóra og fjármálastjóra er falið að leggja fram endanlegt mat á kostnaði við framkvæmdina og áhrif á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og næsta árs.
Framangreind bókun samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð 227. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201708010Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Snjótroðari

Málsnúmer 201708031Vakta málsnúmer

Rætt um möguleg kaup á notuðum snjótroðara fyrir skíðasvæðið í Stafdal, en það hefur verið í skoðun undanfarna mánuði hjá skíðafélaginu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að Fljótadalshérað komi að kaupum á umræddum troðara og veitir bæjarstjóra umboð til að ganga frá fjármögnun kaupanna og ræða við samstarfsaðila um útfærslu, í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:45.