Rannsóknasetur HÍ á Egilsstöðum

Málsnúmer 201405138

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Lögð fram drög af viljayfirlýsingu um tveggja ára verkefni á vegum Stofnunar rannsóknasetra.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um tveggja ára verkefni á vegum Stofnunar rannsóknasetra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu, þó þannig að yfirskrift verkefnisins verði "Samfélag og náttúra" og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 370. fundur - 23.01.2017

Lögð fram drög að yfirlýsingu Stofnunnar rannsóknarsetra Háskóla Íslands og Fljótsdalshéraðs um áframhald rannsókna á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins, en lýsir jafnframt vonbrigðum með að það skuli dragast um ár að auglýsa eftir starfi forstöðumanns rannsóknarseturs HÍ á Egilsstöðum.