Endurskoðun samninga við Fjölís

Málsnúmer 201702051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 373. fundur - 13.02.2017

Lögð fram drög að nýjum samningi við Fjölís, vegna afritunar á höfundarvörðu efni. Samband Ísl. sveitarfélaga hefur unnið að undirbúningi þessara samningsdraga og mæla með því að sveitarfélög geri slíkan samning við þetta félag höfundarréttarhafa.

Bæjarráð samþykkir að ganga frá samningi við Fjölís og felur bæjarstjóra að undirrita hann.