Eftirlitsskýrsla HAUST/Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201505165

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 23.06.2015

Skólastjóri benti á að mikilvægt er að sveitarfélagið sjái um daglegt eftirlit með skólalóðum utan starfstíma skóla enda eru þær notaðar af almenningi á þeim tíma.

Fræðslunefnd leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Skólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 29.09.2015

Sigurlaug Jónasdóttir fór yfir athugasemdir í eftirlitsskýrslunni. Lagfæringar hafa farið fram nema viðgerð á gólfdúk og leka við glervegg. Þeim atriðum hefur verið vísað til umsjónamanns fasteigna.