Nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum

Málsnúmer 201505162

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 296. fundur - 26.05.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.maí 2015 með bréfi og greinargerð frá hópi stjórnenda tónlistarskóla.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 23.06.2015

Fræðslunefnd gerir alvarlegar athugasemdir við hugmyndir um sameiningu tónlistarkennslu á framhaldsstigi á einum stað í Reykjavík enda væri þar um alvarlega mismunum á aðstöðu tónlistarnemenda að ræða. Mjög mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga þess kost geti stundað tónlistarnám sitt í heimabyggð. Nefndin bendir á mikilvægi þess að varanleg og ásættanleg niðurstaða varðandi skipulag og fjármögnun tónlistarkennslu finnist sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og gerir alvarlegar athugasemdir við hugmyndir um sameiningu tónlistarkennslu á framhaldsstigi á einum stað í Reykjavík, enda væri þar um alvarlega mismunum á aðstöðu tónlistarnemenda að ræða. Mjög mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga þess kost geti stundað tónlistarnám sitt í heimabyggð. Bæjarstjórn bendir á mikilvægi þess að varanleg og ásættanleg niðurstaða varðandi skipulag og fjármögnun tónlistarkennslu finnist sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.