Fræðslunefnd gerir alvarlegar athugasemdir við hugmyndir um sameiningu tónlistarkennslu á framhaldsstigi á einum stað í Reykjavík enda væri þar um alvarlega mismunum á aðstöðu tónlistarnemenda að ræða. Mjög mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga þess kost geti stundað tónlistarnám sitt í heimabyggð. Nefndin bendir á mikilvægi þess að varanleg og ásættanleg niðurstaða varðandi skipulag og fjármögnun tónlistarkennslu finnist sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og gerir alvarlegar athugasemdir við hugmyndir um sameiningu tónlistarkennslu á framhaldsstigi á einum stað í Reykjavík, enda væri þar um alvarlega mismunum á aðstöðu tónlistarnemenda að ræða. Mjög mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga þess kost geti stundað tónlistarnám sitt í heimabyggð. Bæjarstjórn bendir á mikilvægi þess að varanleg og ásættanleg niðurstaða varðandi skipulag og fjármögnun tónlistarkennslu finnist sem allra fyrst.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.