Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins/Brúarásskóli

Málsnúmer 201501227

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15. fundur - 28.01.2015

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins dagsett 21.01.2015. Skoðunarstaður er Brúarásskóli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdarnefnd og leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 24.02.2015

Fræðslufulltrúi kynnti eftirlitsskýrsluna og fram kom að það atriði sem gerð er athugasemd við hefur þegar verið lagfært. Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.