Umhverfis- og framkvæmdanefnd

15. fundur 28. janúar 2015 kl. 17:00 - 20:53 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru Landsskipulagsstefna 2015-2026 og Viðhaldsverkefni fasteigna 2015. Verða þeir liðir númer 15 og 16 í dagskránni.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 135

Málsnúmer 1501020Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 135. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dagsett 25.01.2015.

Lagt fram til kynningar.

1.1.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201501062Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 135. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dagsett 25.01.2015.

Lagt fram til kynningar

1.2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201501233Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Fyrrverandi neysluvatnstankur á Þverklettum.

Málsnúmer 201501152Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá Bæjarráði 19.01.2015.
Til umfjöllunar er hugsanleg nýting á neysluvatnstanknum á Þverklettum.
Vísað er til liðar C í fundargerð stjórnar HEF dagsett 14.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða lóðarstærð,notkun og aðkomu að lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um umsögn vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201501130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15.01.2015 þar sem Jón Jónsson hrl. kt.090976-5249 óskar eftirfarandi:
Samþykki sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðra landskipta og umsögn vegna þeirra.
Einnig er óskað eftir umsögn um stofnun lögbýlis á hinum nýja jarðarhluta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir landskiptin og gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á hinum nýja jarðarhluta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

Málsnúmer 201410014Vakta málsnúmer

Til umræðu er útboð á efnistöku við Þuríðarstaði.
Málið var áður á dagskrá 10.12.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gerð skulu ný/ endurbætt útboðsgögn og lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar. Á þeim fundi verði jafnframt athugasemd Veiðifélags Lagarfljóts svarað.

Já sögðu 4 (EK, GRE, ÁB og ÁK), einn sat hjá (PS).


5.Dýralæknaþjónusta

Málsnúmer 201501224Vakta málsnúmer

Til umræðu er dýralæknaþjónusta á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gagnrýnir harðlega þá stöðu sem uppi er í dýralæknaþjónustu á vegum Matvælastofnunar á miðausturlandi. Ljóst er að svæðið er of víðfemt fyrir það skipulag sem nú er unnið eftir. Nefndin bendir á að sú staða sem upp kom nú í vetur, þegar enginn dýralæknir var við störf á stórum hluta svæðisins í þrjár vikur, var allskostar óviðunandi og ástæða til að ætla að það samræmist ekki lögum um velferð dýra.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún beiti sér fyrir úrbótum í þessu máli í samráði við ráðherra málaflokksins og Matvælastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Íbúðarhúsnæði til skammtímaútleigu

Málsnúmer 201501228Vakta málsnúmer

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afla upplýsinga um hvernig staðið er að þessum málum í öðrum sveitarfélögum og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfi og ásýnd

Málsnúmer 201407056Vakta málsnúmer

Til umræðu er umgengni á og við óbyggðar lóðir í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að lausamunir á óbyggðum lóðum séu fjarlægðir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera viðeigandi ráðstafanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hreinsun bílaplana vegna þjónustuþega félagsþjónustunnar.

Málsnúmer 201501229Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 21.01.2015 þar sem Margrét Hákonardóttir f.h. Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs óskar eftir að sveitarfélagið komi með einhverjum hætti að snjóruðningi og hálkuvörnum við húsnæði þar sem fatlaðir þjónustuþegar búa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við beiðninni. Nefndin bendir á að snjómokstur og hálkuvarnir eru á hendi húseigenda og húsfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fyrirspurn um sorpurðun á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201501230Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20.01.2015 þar sem Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, óskar eftir svörum við meðfylgjandi fyrirspurnum vegna mögulegrar nýtingar sveitarfélagsins Norðurþings á sorpurðunarstaðnum á Tjarnarlandi.
Fyrir liggja svör við fyrspurn Norðurþings í fjórum liðum dagsett 26.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð svör.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Beiðni um að fá að setja upp vegvísi

Málsnúmer 201501193Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19.12.2014 þar sem Sigurbjörg I. Flosadóttir kt.040353-3139, f.h. Hótel Eyvindará kt.450307-1570, óskar eftir leyfi til að setja upp vegvísi að Hótel Eyvindará við vegamót þjóðvega 92 og 93.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfsmanni að leita umsagnar Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Einhleypingur uppástunga um breytt heiti á götunni.

Málsnúmer 201501231Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppástunga um að breyta nafninu á Einhleypingi í Fellabæ.

Málið er í vinnslu.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, verkefni framundan

Málsnúmer 201501232Vakta málsnúmer

Til umræðu eru verkefni umhverfis- og framkvæmdanefndar framundan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að taka saman lista yfir verkefni sem þarfnast umfjöllunar nefndarinnar og leggja fyrir næsta reglulega fund. Nefndarmenn sendi starfsmanni verkefnalista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins/Brúarásskóli

Málsnúmer 201501227Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins dagsett 21.01.2015. Skoðunarstaður er Brúarásskóli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fellaskóli/eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 201501072Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins dagsett 16.12.2014. Skoðunarstaður er Fellaskóli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19.12.2014 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Málið var áður á dagskrá 15.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Viðhaldsverkefni fasteigna 2015

Málsnúmer 201501259Vakta málsnúmer

Lagður er fram verkefnalisti á vinnslustigi fyrir fasteignir sveitarfélagsins.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 20:53.