Lagður fram til kynningar og umræðu tölvupóstur frá Hirti Magnasyni dýralækni á Egilsstöðum varðandi bakvaktir dýralæknis. Einnig lagt fram svar Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun við tölvupósti Hjartar og svar Hjartar við þeim pósti. Málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og mun þaðan koma til umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.
Til umræðu er dýralæknaþjónusta á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gagnrýnir harðlega þá stöðu sem uppi er í dýralæknaþjónustu á vegum Matvælastofnunar á miðausturlandi. Ljóst er að svæðið er of víðfemt fyrir það skipulag sem nú er unnið eftir. Nefndin bendir á að sú staða sem upp kom nú í vetur, þegar enginn dýralæknir var við störf á stórum hluta svæðisins í þrjár vikur, var allskostar óviðunandi og ástæða til að ætla að það samræmist ekki lögum um velferð dýra.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún beiti sér fyrir úrbótum í þessu máli í samráði við ráðherra málaflokksins og Matvælastofnun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gagnrýnir harðlega þá stöðu sem uppi er í dýralæknaþjónustu á vegum Matvælastofnunar á Mið-Austurlandi. Ljóst er að svæðið er of víðfeðmt fyrir það skipulag sem nú er unnið eftir. Bent er á að sú staða sem upp kom nú í vetur, þegar enginn dýralæknir var við störf á stórum hluta svæðisins í þrjár vikur, var allskostar óviðunandi og ástæða til að ætla að það samræmist ekki lögum um velferð dýra.
Bæjarstjórn mun beita sér fyrir úrbótum í þessu máli í samráði við ráðherra málaflokksins og Matvælastofnun.
Málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og mun þaðan koma til umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.