Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

Málsnúmer 201410014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9. fundur - 08.10.2014

Lögð er fram útboðslýsing vegna efnistöku við Eyvindará-rekstur námu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að rekstur námunnar verði boðinn út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Lögð er fram útboðslýsing vegna efnistöku við Eyvindará-rekstur námu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að rekstur námunnar verði boðinn út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15. fundur - 28.01.2015

Til umræðu er útboð á efnistöku við Þuríðarstaði.
Málið var áður á dagskrá 10.12.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gerð skulu ný/ endurbætt útboðsgögn og lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar. Á þeim fundi verði jafnframt athugasemd Veiðifélags Lagarfljóts svarað.

Já sögðu 4 (EK, GRE, ÁB og ÁK), einn sat hjá (PS).


Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Til umræðu er útboð á efnistöku við Þuríðarstaði.
Málið var áður á dagskrá 10.12.2014 og 28.01.2015.
Lögð eru fram mótmæli Veiðifélags Lagarfljóts við lýsingu sem fram kemur í útboðsgögnum vegna efnistökunnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 17. fundur - 19.02.2015

Til umræðu er útboð á efnistöku við Þuríðarstaði.
Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.
Lagt er fram bréf stjórnar Veiðifélags Lagarfljóts dagsett 01.11.2014 þar sem lýsingu sem fram kemur í útboðsgögnum vegna efnistökunnar er harðlega mótmælt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til framkvæmdaleyfis dagsett 20.11.2008, framkvæmdalýsingar vegna framkvæmdaleyfis og Starfsleyfis, sem gefið var út 2.júní 2010 og gildir til 2.júní 2022, þá er heimilt að vinna í ánni á tímabilinu frá byrjun nóvember til loka apríl á svæði 1A.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79. fundur - 25.10.2017

Lögð fram gögn vegna útboðis á efnisvinnslu úr námu í landi Þuríðarstaða.

Kári Ólason sat fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara útboðsgögnin og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kári Ólason vék af fundi kl. 18:13