Umhverfis- og framkvæmdanefnd

17. fundur 19. febrúar 2015 kl. 17:00 - 20:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 136

Málsnúmer 1502009

Lögð er fram fundargerð 136. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 11.02.2015.

Lagt fram til kynningar

1.1.Umsókn um byggingarleyfi,reyndarteikningar

Málsnúmer 201502056

Lagt fram til kynningar

1.2.Umsókn um byggingarleyfi, reyndarteikningar

Málsnúmer 201502055

Lagt fram til kynningar

2.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

Málsnúmer 201410014

Til umræðu er útboð á efnistöku við Þuríðarstaði.
Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.
Lagt er fram bréf stjórnar Veiðifélags Lagarfljóts dagsett 01.11.2014 þar sem lýsingu sem fram kemur í útboðsgögnum vegna efnistökunnar er harðlega mótmælt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til framkvæmdaleyfis dagsett 20.11.2008, framkvæmdalýsingar vegna framkvæmdaleyfis og Starfsleyfis, sem gefið var út 2.júní 2010 og gildir til 2.júní 2022, þá er heimilt að vinna í ánni á tímabilinu frá byrjun nóvember til loka apríl á svæði 1A.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Einhleypingur uppástunga um breytt heiti á götunni.

Málsnúmer 201501231

Fyrir liggur uppástunga um að breyta nafninu á Einhleypingi í Fellabæ. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.
Lagður er fram tölvupóstur dags. 03.02.2015 frá Páli Sigvaldasyni. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gatan Einhleypingur, sem liggur að Grunnskólanum í Fellabæ, fái nafnið Skólabrún, en tengivegurinn milli Lagarfells og Norðurlandsvegar heiti áfram Einhleypingur.

Heiti óbyggðrar götu sem heitir Skólabrún verði breytt þegar gerð verður breyting á deiliskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Yrkjusjóður/beiðni um fjárstuðning 2015

Málsnúmer 201502050

Erindi dagsett 04.02.2015 þar sem Sigurður Pálsson formaður Yrkjusjóðs, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna framlaga sjóðsins til plöntukaupa, en í gegn um tíðina hafa skólar nokkurra sveitarfélaga fengið úthlutað trjáplöntum úr sjóðnum. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ekki fjármagn til styrkveitinga þá hafnar nefndin erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Veraldarvinir/sjálfboðaliðar 2015

Málsnúmer 201502051

Erindi í tölvupósti dagsett 27.01.2015 þar sem Þórarinn Ívarsson Veraldarvinum óskar eftir að halda áfram samstarfi varðandi Ormsteiti. Einnig er boðið að senda hópa til að sinna umhverfismálum. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til forsvarsmanna Ormsteitis, en felur starfsmanni að gera tillögu um verkefni sem hentuðu Veraldarvinum og leggja fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarstjórnarbekkurinn 13.12.2014

Málsnúmer 201502045

Fyrir liggja nokkur málefni til umræðu, sem fram komu á Bæjarstjórnarbekknum 13.12.2014 ásamt uppkasti að samningi milli sveitarfélagsins og bænda um snjómoksturs heimreiða.
Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendingarnar.

1) Snjómokstur:
Drög að samningi hefur verið kynnt nefndinni og starfsmönnum falið að byrja að vinna að samningagerð.

2) Lýsing bílastæða, hálkuvörn og bekkir við göngustíga:
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að skoða málið.

3) Undirgöng undir Fagradalsbraut:
Bent er á að í deiliskipulagi fyrir Fagradalsbraut er gert ráð fyrir undirgöngum.

4) Jólaljós og bekkir við göngustígi í Fellabæ:
Jólaljósin verða tekin til skoðunar fyrir næstu jól.
Stefnt er á að fjölga setbekkjum við göngustíga.

5) Mokstur á einkalóðum:
Sveitarfélagið sér ekki um snjómokstur á einkalóðum.

6) Öryggisstefna Vegagerðarinnar:
Mál varðandi frágang meðfram vegum verður rætt á fundi með Vegagerðinni á næstu dögum.

7) Viðhald vega:
Málið verður rætta á fundi með Vegagerðinni á næstu dögum.

8) Skjólbelti með Fagradalsbraut við Selbrekku:
Vísað er í bókun nefndarinnar 28.05.2014. Nefndin leggur áherslu á að gerð verði tillaga um framkvæmdina.

9) Bekkur við Eyvindarána:
Stefnt er á að fjölga setbekkjum við göngustíga.

10) Viðhald vega sem tilheyra sveitarfélaginu:
Skoðað verður hvort vegurinn upp í Fjallsel frá Staffelli geti fallið undir styrkvegi.

11) Hundagerði:
Málið verður tekið til afgreiðslu þegar erindi þess efnis berst.

12) Snjómokstur, Lagarfoss að Móbergi:
Málið verður rætt á fundi með Vegagerðinni á næstu dögum.

13) Lýsing gangbrauta:
Málið hefur þegar verið afgreitt í gegnum Betra Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

Málsnúmer 201502037

Lögð er fram starfsáætlun fyrir árið 2015. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 20:30.