Veraldarvinir/sjálfboðaliðar 2015

Málsnúmer 201502051

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 27.01.2015 þar sem Þórarinn Ívarsson Veraldarvinum óskar eftir að halda áfram samstarfi varðandi Ormsteiti. Einnig er boðið að senda hópa til að sinna umhverfismálum.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 17. fundur - 19.02.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 27.01.2015 þar sem Þórarinn Ívarsson Veraldarvinum óskar eftir að halda áfram samstarfi varðandi Ormsteiti. Einnig er boðið að senda hópa til að sinna umhverfismálum. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til forsvarsmanna Ormsteitis, en felur starfsmanni að gera tillögu um verkefni sem hentuðu Veraldarvinum og leggja fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Fyrir liggur minnisblað þar sem gerð er tillaga um verkefni fyrir Veraldarvini.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að verkefnum fyrir Veraldarvini.
Nefndin samþykkir að verktími verði allt að 4 vikur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Fyrir liggur minnisblað þar sem gerð er tillaga um verkefni fyrir Veraldarvini á komandi sumri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að verkefnum fyrir Veraldarvini.
Jafnframt samþykkt að verktími verði allt að 4 vikur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.