Einhleypingur uppástunga um breytt heiti á götunni.

Málsnúmer 201501231

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15. fundur - 28.01.2015

Fyrir liggur uppástunga um að breyta nafninu á Einhleypingi í Fellabæ.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Fyrir liggur uppástunga um að breyta nafninu á Einhleypingi í Fellabæ. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.
Lagður er fram tölvupóstur dags. 03.02.2015 frá Páli Sigvaldasyni.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 17. fundur - 19.02.2015

Fyrir liggur uppástunga um að breyta nafninu á Einhleypingi í Fellabæ. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.
Lagður er fram tölvupóstur dags. 03.02.2015 frá Páli Sigvaldasyni. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gatan Einhleypingur, sem liggur að Grunnskólanum í Fellabæ, fái nafnið Skólabrún, en tengivegurinn milli Lagarfells og Norðurlandsvegar heiti áfram Einhleypingur.

Heiti óbyggðrar götu sem heitir Skólabrún verði breytt þegar gerð verður breyting á deiliskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi frestunartillögu.

Bæjarstjórn samþykkir að afgreiðslu þessa liðar verði frestað og málið verði tekið fyrir sem sérstakur liður á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.