Bæjarstjórnarbekkurinn 13.12.2014

Málsnúmer 201502045

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Fyrir liggja nokkur málefni til umræðu, sem fram komu á Bæjarstjórnarbekknum 13.12.2014 ásamt uppkasti að samningi milli sveitarfélagsins og bænda um snjómoksrur heimreiða.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 17. fundur - 19.02.2015

Fyrir liggja nokkur málefni til umræðu, sem fram komu á Bæjarstjórnarbekknum 13.12.2014 ásamt uppkasti að samningi milli sveitarfélagsins og bænda um snjómoksturs heimreiða.
Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendingarnar.

1) Snjómokstur:
Drög að samningi hefur verið kynnt nefndinni og starfsmönnum falið að byrja að vinna að samningagerð.

2) Lýsing bílastæða, hálkuvörn og bekkir við göngustíga:
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að skoða málið.

3) Undirgöng undir Fagradalsbraut:
Bent er á að í deiliskipulagi fyrir Fagradalsbraut er gert ráð fyrir undirgöngum.

4) Jólaljós og bekkir við göngustígi í Fellabæ:
Jólaljósin verða tekin til skoðunar fyrir næstu jól.
Stefnt er á að fjölga setbekkjum við göngustíga.

5) Mokstur á einkalóðum:
Sveitarfélagið sér ekki um snjómokstur á einkalóðum.

6) Öryggisstefna Vegagerðarinnar:
Mál varðandi frágang meðfram vegum verður rætt á fundi með Vegagerðinni á næstu dögum.

7) Viðhald vega:
Málið verður rætta á fundi með Vegagerðinni á næstu dögum.

8) Skjólbelti með Fagradalsbraut við Selbrekku:
Vísað er í bókun nefndarinnar 28.05.2014. Nefndin leggur áherslu á að gerð verði tillaga um framkvæmdina.

9) Bekkur við Eyvindarána:
Stefnt er á að fjölga setbekkjum við göngustíga.

10) Viðhald vega sem tilheyra sveitarfélaginu:
Skoðað verður hvort vegurinn upp í Fjallsel frá Staffelli geti fallið undir styrkvegi.

11) Hundagerði:
Málið verður tekið til afgreiðslu þegar erindi þess efnis berst.

12) Snjómokstur, Lagarfoss að Móbergi:
Málið verður rætt á fundi með Vegagerðinni á næstu dögum.

13) Lýsing gangbrauta:
Málið hefur þegar verið afgreitt í gegnum Betra Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Umrædd 13 erindi sem umhverfis- og framkvæmdanefnd tók fyrir á fundi sínum, eru mörg komin í vinnslu og sum hafa þegar fengið afgreiðslu og eru komin í framkvæmdaferli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar því þegar slík erindi og góðar tillögur íbúa sveitarfélagsins fá málefnalega umfjöllun og afgreiðslu í nefndum og ekki síst ef hægt er að koma þeim í framkvæmd til hagsbóta fyrir íbúana og samfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.