Hreinsun bílaplana vegna þjónustuþega félagsþjónustunnar.

Málsnúmer 201501229

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15. fundur - 28.01.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 21.01.2015 þar sem Margrét Hákonardóttir f.h. Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs óskar eftir að sveitarfélagið komi með einhverjum hætti að snjóruðningi og hálkuvörnum við húsnæði þar sem fatlaðir þjónustuþegar búa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við beiðninni. Nefndin bendir á að snjómokstur og hálkuvarnir eru á hendi húseigenda og húsfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Afgreiðsla umhverfis-og framkvæmdanefndar staðfest.