Til umræðu er umgengni á og við óbyggðar lóðir í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að lausamunir á óbyggðum lóðum séu fjarlægðir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera viðeigandi ráðstafanir.
Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var umgengni á og við óbyggðar lóðir í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur mikla áherslu á að lausamunir á óbyggðum lóðum séu fjarlægðir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera viðeigandi ráðstafanir.
Kári Ólason og Dagur Skírnir Óðinsson sátu fundinn undir þessu lið.
Dagur og Kári fóru yfir stöðu mála varðandi umhverfi og ásýnd.
Nefndin þakkar veittar upplýsingar. Að öðru leiti er málið lagt fram til kynningar.