Íbúðarhúsnæði til skammtímaútleigu

Málsnúmer 201501228

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15. fundur - 28.01.2015

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afla upplýsinga um hvernig staðið er að þessum málum í öðrum sveitarfélögum og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera drög að auglýsingu, þar sem vakin er athygli á að gisting í íbúðarhúsum verði skráð í gjaldflokk C, sem er atvinnurekstarflokkur og leggja fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að gera drög að auglýsingu, þar sem vakin er athygli á að gisting í íbúðarhúsum verði skráð í gjaldflokk C, sem er gjaldflokkur vegna atvinnuhúsnæðis. Drög að auglýsingu verði svo lögð fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20. fundur - 25.03.2015

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 11.03.2015. Fyrir liggur tillaga að auglýsingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur starfsmanni að ljúka málinu í samráði við Sýslumanninn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 11.03. 2015. Fyrir liggur tillaga að auglýsingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni að ljúka málinu í samráði við Sýslumanninn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.