Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 113. fundur - 26.03.2014

Lögð er fram umsögn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um lýsingu á landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Erindi dagsett 19.12.2014 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.

Málið er í vinnslu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Bæjarstjórn minnir á fyrirhugaðan fund um landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem haldinn verður á Hótel Héraði 27. janúar nk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15. fundur - 28.01.2015

Erindi dagsett 19.12.2014 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Málið var áður á dagskrá 15.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 282. fundur - 02.02.2015

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um tillögu að landsskipulagsstefnu fyrir tímabilið 2015-2026.

Bæjarráð gerir ekki frekari athugasemdir við frumvarpið en þær sem koma fram í umsögn Sambandsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Fyrir liggur samantekt Skipulagsstofnunar um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu. Umsögnina er að finna á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 22. fundur - 30.04.2015

Fyrir liggur samantekt Skipulagsstofnunar um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu. Umsögnina er að finna á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is. Málið var áður á dagskrá 08.04.2015.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51. fundur - 06.07.2016

Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, Landsskipulagsstefna 2015-2016, dags. 16.6.2016 til kynningar.
Málið var áður á dagskrá 30.4.2015.

Samþykkt að skipulags- og byggingarfulltrúi verði sérstakur tengiliður við verkefnið.

Erindið að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, Landsskipulagsstefna 2015-2016, dags. 16.6. 2016 .

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar um að skipulags- og byggingarfulltrúi verði sérstakur tengiliður við verkefnið.