Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

282. fundur 02. febrúar 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Ester Kjartansdóttir 2. varamaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Guðbjörg Björnsdóttir 2. varamaður
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Sveinbjörg S. Sveinbjörnsdóttir skjalastjóri
  • Andri Þór Ómarsson starfsmaður
  • Friðrik Einarsson
  • Magnús Jónsson
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í Svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs munu mæta til fundar við bæjarráð kl.11:00.

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálatengd atriði.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í aukakostnaði skíðasvæðisins í Stafdal, vegna kaupa á beltum undir snjótroðarann. Þeim kaupum hefur verið frestað fram til þessa og eru núverandi belti troðarans talin á síðasta snúningi.
Endanleg fjárhæð liggur ekki fyrir, en viðauki verður gerður við fjárhagsáætlun, þegar endanlegur kostnaður og skipting hans verður ljós.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Guðlaugur lagði fram undirritað afsal vegna kaupa HEF á Einhleypingi 1, en gengið hefur nú verið frá þeim kaupum.
Einnig kynnti hann samstarfssamning milli Fljótsdalshéraðs og HEF varðandi álagningu og innheimtu þjónustugjalda fyrir veituna, sem sveitarfélagið sér um að innheimta.

2.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2014-2015

Málsnúmer 201501234

Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 1-6.

3.Fundargerðir Ársala bs. 2015

Málsnúmer 201501268

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. stjórnarfundar Ársala bs. sem haldinn var 23. jan. 2015.

4.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 29.01.2015

Málsnúmer 201501271

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036

Lögð fram drög að ályktun um skólastarf á Hallormsstað.

Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti framlögð drög, með þeim tillögum að orðalagsbreytingum sem oddviti Fljótsdalshrepps hefur komið á framfæri og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Kynntar hugmyndir að endurskoðuðum leigusamninga milli Gráa hundsins og Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, um leigu á hluta af skólahúsnæðinu á Hallormsstað og einnig samningur um leigu á íbúð á fyrstu hæð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við leigutaka á grundvelli framlagðra samningsdraga.

6.Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 201211118

Bæjarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7.Auglýsinga- og fjölmiðlastefna sveitarfélaga

Málsnúmer 201501270

Lagður fram tölvupóstur frá Stefáni Boga Sveinssyni f.h. Austurfréttar, dags. 28. janúar 2015 varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.
Stefán Bogi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð mælist til þess við starfsmenn sveitarfélagsins að þeir nýti auglýsingar í staðbundnum fjölmiðlum, þegar það þykir vænlegur kostur.
Taka verður þó tillit til þess að í tilfellum sveitarfélaga þarf að tryggja að slíkar auglýsingar komi fyrir sjónir sem flestra íbúa.

Samþykkt með tveimur atkv. en 1 var fjarverandi (SBS)

8.Frumvarp til laga um Menntamálastofnun

Málsnúmer 201501260

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 28. jan. 2015, með umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um Menntamálastofnun.

Bæjarráð mun ekki gefa umsögn um frumvarpið.

9.Frumvarp til laga um grunnskóla

Málsnúmer 201501272

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 29. jan. 2015, með umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um grunnskóla.

Bæjarráð mun ekki gefa sérstaka umsögn um frumvarpið, en vísar til umsagnar sambands ísl. sveitarfélaga.

10.Starfsmannamál

Málsnúmer 201501095

Í vinnslu.

11.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um tillögu að landsskipulagsstefnu fyrir tímabilið 2015-2026.

Bæjarráð gerir ekki frekari athugasemdir við frumvarpið en þær sem koma fram í umsögn Sambandsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.