Auglýsinga- og fjölmiðlastefna sveitarfélaga

Málsnúmer 201501270

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 282. fundur - 02.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Stefáni Boga Sveinssyni f.h. Austurfréttar, dags. 28. janúar 2015 varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.
Stefán Bogi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð mælist til þess við starfsmenn sveitarfélagsins að þeir nýti auglýsingar í staðbundnum fjölmiðlum, þegar það þykir vænlegur kostur.
Taka verður þó tillit til þess að í tilfellum sveitarfélaga þarf að tryggja að slíkar auglýsingar komi fyrir sjónir sem flestra íbúa.

Samþykkt með tveimur atkv. en 1 var fjarverandi (SBS)

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá Stefáni Boga Sveinssyni f.h. Austurfréttar, dags. 28. janúar 2015 varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs mælist bæjarstjórn til þess við starfsmenn sveitarfélagsins að þeir nýti auglýsingar í staðbundnum fjölmiðlum, þegar það þykir vænlegur kostur.
Taka verður þó tillit til þess að í tilfellum sveitarfélaga þarf að tryggja að slíkar auglýsingar komi fyrir sjónir sem flestra íbúa.

Samþykkt með 7 atkv. en tveir voru fjarverandi (SBS. og GI.)