Fyrir liggur svar frá forstöðumanni íþróttamannvirkja um þrif í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, sem var til umræðu á síðasta fundi ráðsins.
Ungmennaráð þakkar fyrir bréfið og þær útskýringar sem þar koma fram. Þar kemur m.a. fram að meira fjármagn þurfi í þrif miðað við notkun. Það er þá eitthvað sem þarf að hafa í huga þegar hugað er að næstu fjárhagsáætlun og styður ungmennaráð það heilshugar.
Ungmennaráð óskar eftir því að fulltrúi frá heilbrigðiseftirlitinu komi á næsta fund ráðsins til að útskýra í hverju starf eftirlitsins fellst almennt.
Jafnframt er vísað til liðar 4 í þessari fundargerð um hlutverk ráðsins.
Fyrir liggja upplýsingar um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Ísafirði 9.-11. apríl. Þema hennar er Stjórnsýslan og við ? áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna. Skráningarfrestur er til 15. mars.
Þeir sem hafa áhuga á að fara á ráðstefnuna senda emil á slaturhusid@egilsstadir.is þannig að hægt sé að ganga frá kostnaði, en Fljótsdalshérað mun sjá um þann aukakostnað sem tilfellur vegna ráðstefnunnar. Starfsmaður ráðsins mun reyna að fá fjarvistir metnar í skólanum, sem ætti að vera auðsótt mál.
Fyrir liggur boð, undirritað af menntamálaráðherra, á Þjóðfund Unga fólksins, sem haldið verður í Reykjavík 5. apríl. Þjóðfundurinn er hugsaður fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára. Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar. Ungmennaráð er tilbúið að greiða flugkostnað vegna þessa fundar. Þeir sem hafa áhuga á að sækja þjóðfundinn senda emil á slaturhusid@egilsstadir.is. Starfsmaður mun reyna að fá fjarvistir metnar í skólanum, sem ætti að vera auðsótt mál.
Ungmennaráð vill koma á framfæri að ráðið er kosið af ungmennum sveitarfélagsins og er því þverskurður af samfélaginu. Athugasemdir ungmennaráðs eru ekki aðeins skoðanir ráðsins heldur líka ábendingar og skoðanir sem er komið á framfæri við ráðið.
Úr samþykktum Fljótsdalshéraðs fyrir Ungmennaráð: Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni sem tengjast ungu fólki á aldrinum 15 ? 20 ára í sveitarfélaginu í umboði bæjarstjórnar. Það gerit tillögur til bæjarstjórnar um hvert það mál sem því þykir hagsmunum og aðstæðum ungs fólks. Það er skipað 11 fulltrúum frá grunnskólum og framhaldsskólum og einnig fulltrúum frjálsra félagasamtaka ungs fólks.
Málefni félagsmiðstöðvanna var á dagskrá fundar ráðsins í desember. Á þeim fundi kom m.a. fram að "eftir umræður um málið var niðurstaðan að æskilegra væri að sameina þessar félagsmiðstöðvar og nýta það fjármagn sem sparaðist til að byggja upp eina góða félagsmiðstöð og nýta líka aðra staði í eigu sveitarfélagsins ef þarf, s.s. skólana og Sláturhúsið."
Fram kom að búið er að fela Árna Pálssyni að gera könnun meðal iðkenda félagsmiðstöðvanna um viðhorf til sameiningar þeirra.
Ungmennaráð þakkar fyrir bréfið og þær útskýringar sem þar koma fram. Þar kemur m.a. fram að meira fjármagn þurfi í þrif miðað við notkun. Það er þá eitthvað sem þarf að hafa í huga þegar hugað er að næstu fjárhagsáætlun og styður ungmennaráð það heilshugar.
Ungmennaráð óskar eftir því að fulltrúi frá heilbrigðiseftirlitinu komi á næsta fund ráðsins til að útskýra í hverju starf eftirlitsins fellst almennt.
Jafnframt er vísað til liðar 4 í þessari fundargerð um hlutverk ráðsins.