Þjóðfundur unga fólksins

Málsnúmer 201402181

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 40. fundur - 20.02.2014

Fyrir liggur boð, undirritað af menntamálaráðherra, á Þjóðfund Unga fólksins, sem haldið verður í Reykjavík 5. apríl. Þjóðfundurinn er hugsaður fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára. Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar.
Ungmennaráð er tilbúið að greiða flugkostnað vegna þessa fundar. Þeir sem hafa áhuga á að sækja þjóðfundinn senda emil á slaturhusid@egilsstadir.is. Starfsmaður mun reyna að fá fjarvistir metnar í skólanum, sem ætti að vera auðsótt mál.