Þrif í íþróttahúsi

Málsnúmer 201401139

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 39. fundur - 16.01.2014

Fulltrúar ungmennaráðs eru sammála um að þrifum í íþróttahúsi sé ábótavant. Handboltaiðkendur eru mjög ósáttir með að mega ekki nota Harpex á æfingum en á móti kom að það væri ekki hægt ef áfram yrði þrifið jafn sjaldan og gert er nú.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela forstöðumanni íþróttamannvirkja að taka athugasemd ungmennaráðs til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 40. fundur - 20.02.2014

Fyrir liggur svar frá forstöðumanni íþróttamannvirkja um þrif í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, sem var til umræðu á síðasta fundi ráðsins.

Ungmennaráð þakkar fyrir bréfið og þær útskýringar sem þar koma fram. Þar kemur m.a. fram að meira fjármagn þurfi í þrif miðað við notkun. Það er þá eitthvað sem þarf að hafa í huga þegar hugað er að næstu fjárhagsáætlun og styður ungmennaráð það heilshugar.

Ungmennaráð óskar eftir því að fulltrúi frá heilbrigðiseftirlitinu komi á næsta fund ráðsins til að útskýra í hverju starf eftirlitsins fellst almennt.

Jafnframt er vísað til liðar 4 í þessari fundargerð um hlutverk ráðsins.