Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands með boði á Ungmennaþing sem haldið verður á Ísafirði 9. apríl 2014. Sambærilegt þing var haldið á Egilsstöðum á síðasta ári.
Kristján Guðmundur er mjög áhugasamur um að fara. Stefán sömuleiðis, með fyrirvara um að það sé ekki keppnismót þá helgina.
Málið verður endanlega afgreitt á næsta fundi ráðsins, en skráningarfrestur er til 15. mars.
Fram kom að fundargestum þætti full lítið að 7. bekkur fái einungis einn dag í Ný-ung. Ungmennaráðið óskar eftir að forstöðumaður, Árna Pálsson, skoði það.
Fulltrúar ungmennaráðs eru sammála um að þrifum í íþróttahúsi sé ábótavant. Handboltaiðkendur eru mjög ósáttir með að mega ekki nota Harpex á æfingum en á móti kom að það væri ekki hægt ef áfram yrði þrifið jafn sjaldan og gert er nú.
Ungmennaráð hvetur foreldra í sveitarfélaginu til að elda oftar fisk heima fyrir í ljósi þess að hætt er að framreiða hann í mötuneyti Egilsstaðaskóla og Fellaskóla og í leikskólum.
Kristján Guðmundur er mjög áhugasamur um að fara. Stefán sömuleiðis, með fyrirvara um að það sé ekki keppnismót þá helgina.
Málið verður endanlega afgreitt á næsta fundi ráðsins, en skráningarfrestur er til 15. mars.