Hálkuvarnir

Málsnúmer 201401140

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 39. fundur - 16.01.2014

Ungmennaráð bendir á að sanda þarf meira í hálku. Sem dæmi er göngustígar í Tjarnargarðinum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur mál sem þetta vera gott dæmi um mikilvægi þess að sjónarmið ungmenna komi fram innan bæjarkerfisins, enda má reikna með að hlutfallslega noti mun fleiri ungmenni umrædda göngustíga en fullorðnir. Bæjarstjórn þakkar því ábendinguna og
vísar málinu til framkvæmda- og þjónustufulltrúa til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.