Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

185. fundur 13. maí 2013 kl. 16:00 - 20:05 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ragna Björgvinsdóttir varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Þorbjörn Rúnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Lembi Seia Sangla, María Ósk Kristmundsdóttir auk Ólafar Ragnarsdóttur, leikskólafulltrúa sátu fundinn undir liðum 1-6. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormsson og Ásthildur Kristín Garðarsdóttir sátu fundinn undir liðum 7-17. Skólastjórnendur tóku þátt í fundinum undir þeim liðum sem snúa að þeirra stofnunum sérstaklega. Þó boðaði Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri Hádegishöfða, forföll.

Karl Lauritzson vék af fundi kl. 19:15. Helga Þórarinsdóttir mætti til fundar 19:15.

1.Egilsstaðaskóli - nemendamál - kynnt á fundinum

Málsnúmer 201305066

Skólastjóri, kynnti erindið. Farið er fram á viðbótarfjárveitingu á haustönn vegna nemanda sem hóf nám eftir upphaf skólaárs. Viðbótin nemur 10 kennslustundum á viku á næsta skólaári. Viðbótarkostnaður til loka ársins 2013 er áætlaður u.þ.b. kr. 700.000. Fræðslunefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar viðbótarfjárbeiðninni til bæjarráðs.

2.Skipulag skólaaksturs 2013-2014

Málsnúmer 201305086

Fræðslunefnd leggur til að núgildandi tímabundnu samningar um skólaakstur verði endurnýjaðir með sama hætti.

3.Brúarásskóli - umsókn um heimakennslu

Málsnúmer 201305088

Skólastjóri kynnti málið, umsóknin byggir á mikilli fjarlægð heimilis frá skóla. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skólaárið 2013-2014 verði námsskipulag viðkomandi nemanda þannig að nemandinn sæki skólann 4 daga í viku, 1 dag í viku fari nám nemandans fram heima í umsjón umsjónarkennara.

4.Brúarásskóli - kynning á matsskýrslu

Málsnúmer 201305080

Skólastjóri kynnti niðurstöður nemenda-, foreldra- og starfsmannakönnunar í Skólapúlsinum ásamt úrbótaáætlun. Fræðslunefnd fagnar jákvæðum niðurstöðum í öllum þessum könnunum.

5.Brúarásskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305067

Skólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali Brúarásskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Skóladagatalið hefur verið kynnt bæði meðal starfsmanna og í skólaráði. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

6.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri kynnti fundargerðina. Lagt fram til kynningar.

7.Fellaskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305068

Skólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali Fellaskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Skóladagatalið hefur verið kynnt bæði meðal starfsmanna og í skólaráði. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti. Skólastjóri kynnti stöðu í starfsmannamálum. Jón Gunnar Axelsson, aðstoðarskólastjóri verður í leyfi skólaárið 2013-2014 til að ljúka meistaranámi, Ásta María Hjaltadóttir mun leysa hann af þetta skólaár.

8.Fellaskóli - niðurstöður foreldrakönnunar 2013

Málsnúmer 201305089

Skólastjóri kynnti niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Fræðslunefnd fagnar jákvæðum niðurstöðum í foreldrakönnuninni. Niðurstöður nemenda- og starfsmannakönnunar bíða þess að fá umfjöllun meðal kennara og í skólaráði.

9.Fundargerðir skólaráðs Fellskóla

Málsnúmer 201211040

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóli, kynnti fundargerðir skólaráðs Fellaskóla frá 19. febrúar og 7. maí sl. Lagt fram til kynningar.

10.Leikskólinn Tjarnarskógur - húsnæðismál Skógarlandi

Málsnúmer 201305073

Úlfar Trausti Þórðarson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi mætti á fund nefndarinnar og kynnti stöðu mála vegna framkvæmda við húsnæði Skógarlands. Fram kom að gert er ráð fyrir kynningarfundi fyrir foreldra í Skógarlandi 21. maí nk.

11.Egilsstaðaskóli - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305065

Skólastjóri kynnti tillögu að skóladagatali Egilsstaðaskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Skóladagatalið hefur verið samþykkt í skólaráði og kynnt á starfsmannafundi. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.

12.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri kynnti fundargerð skólaráðs. Lagt fram til kynningar.

13.Leikskólinn Hádegishöfða - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305077

Fyrir liggur tillaga að skóladagatali Hádegishöfða fyrir skólaárið 2013-2014 til kynningar.

14.Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

Málsnúmer 201303031

Fyrir liggur erindi frá stjórnendum leikskólans sem óska eftir að heimiluð fjárupphæð til viðbótarstarfsmannafunda verði nýtt með þeim hætti sem leikskólanum hentar best. Fræðslunefnd samþykkir það fyrir sitt leyti að því uppfylltu að það kalli ekki á frekari kostnað.

15.Leikskólinn Tjarnarskógur - skipulag skólastarfs 2013-2014

Málsnúmer 201305075

Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, kynnti tillögu að skipulagi skólastarfsins skólaárið 2013-2014. Formlegt skóladagatal verður birt á heimasíðu skólans. Gerð er tillaga um breytingu á niðurröðun barna á deildir, hingað til hefur meginreglan verið að deildir skólans séu aldurshreinar en nú er gert ráð fyrir aldursblöndun á deildum.

16.Erindi frá foreldrum v. gjaldfrjáls sumarleyfis

Málsnúmer 201305085

Ólöf Ragnarsdóttir, leikskólafulltrúi, kynnti forsögu þess að heimilt hefur verið að foreldrar geti tekið viðbótar gjaldfrjálst leyfi fyrir börn sín umfram sumarlokun leikskólanna. Ákvörðun um að takmarka slíkar heimildir við tvær vikur í tengslum við sumarlokun hefur mætt andstöðu nokkurra foreldra. Fræðslunefnd sér ekki tilefni til að breyta fyrri ákvörðun hvað þetta varðar.

17.Innritun í leikskóla Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201305074

Ólöf Ragnarsdóttir, leikskólafulltrúi, kynnti niðurstöður frumniðurröðunar nýrra nemenda í leikskólana Hádegishöfða og Tjarnarskógi.

Fundi slitið - kl. 20:05.