Erindi frá foreldrum v. gjaldfrjáls sumarleyfis

Málsnúmer 201305085

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 13.05.2013

Ólöf Ragnarsdóttir, leikskólafulltrúi, kynnti forsögu þess að heimilt hefur verið að foreldrar geti tekið viðbótar gjaldfrjálst leyfi fyrir börn sín umfram sumarlokun leikskólanna. Ákvörðun um að takmarka slíkar heimildir við tvær vikur í tengslum við sumarlokun hefur mætt andstöðu nokkurra foreldra. Fræðslunefnd sér ekki tilefni til að breyta fyrri ákvörðun hvað þetta varðar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 178. fundur - 22.05.2013

Á fundi fræðslunefndar kynnti Ólöf Ragnarsdóttir leikskólafulltrúi forsögu þess að heimilt hefur verið að foreldrar geti tekið viðbótar gjaldfrjálst leyfi fyrir börn sín umfram sumarlokun leikskólanna. Ákvörðun um að takmarka slíkar heimildir við tvær vikur í tengslum við sumarlokun hefur mætt andstöðu nokkurra foreldra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og sér ekki tilefni til að breyta fyrri ákvörðun hvað þetta varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.