Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

Málsnúmer 201303031

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 11.03.2013

Guðný Anna Þóreyjardóttir, skólastjóri á Tjarnarskógi, kynnti erindið, en farið er fram á tækifæri til að hafa 4 viðbótar starfsmannafundi 2 tíma í senn til að ljúka vinnu við stefnumótun sameinaðs skóla. Guðný Önnu falið að boða til fundar með foreldraráði og formanni fræðslunefndar til að kanna leiðir til að vinna þessa vinnu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 08.04.2013

Niðurstaða fundar formanns fræðslunefndar með foreldraráði og leikskólastjóra var sú að leikskólinn myndi opna kl. 10 þriðjudaginn 21. maí og starfsmenn sitja fund milli kl. 08:00-10:00. Foreldrar myndu taka að sér að halda leikskólanum opnum eftir hádegi frá kl. 13:00 til 17:00 föstudaginn 14. júní sem yrði jafnvel sumarhátíðardagur skólans. Starfsmenn myndu sitja fund frá kl. 13:00 til 18:00 og fá greitt samkvæmt því.

Áætlaður viðbótarlaunakostnaður verði þessi leið farin er áætlaður u.þ.b. 850.000.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessa ráðstöfun. Þar sem stutt er liðið á árið verður skoðað hvort unnt er að mæta þessum viðbótarlaunakostnaði innan samþykktrar áætlunar þegar líður á árið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Niðurstaða fundar formanns fræðslunefndar með foreldraráði og leikskólastjóra var sú að leikskólinn myndi opna kl. 10 þriðjudaginn 21. maí og starfsmenn sitja fund milli kl. 08:00-10:00. Foreldrar myndu taka að sér að halda leikskólanum opnum eftir hádegi frá kl. 13:00 til 17:00 föstudaginn 14. júní sem yrði jafnvel sumarhátíðardagur skólans. Starfsmenn myndu sitja fund frá kl. 13:00 til 18:00 og fá greitt samkvæmt því. Áætlaður viðbótarlaunakostnaður, verði þessi leið farin, er áætlaður u.þ.b. kr. 850.000.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu tillögu fræðslunefndar um fyrirkomulag og kostnað vegna viðbótar starfsmannafunda sem haldnir verða í leikskólanum Tjarnarskógi til að ljúka stefnumótun vegna sameiningar leikskólanna tveggja.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar um að haldnir verði viðbótar starfsmannafundir í leikskólanum Tjarnarskógi, til að ljúka stefnumótun vegna sameiningar leikskólanna tveggja.
Bæjarstjórn felur fræðslufulltrúa og leikskólastjóra að útfæra fyrirkomulag fundanna með hliðsjón af þeirri tillögu og áætluðum kostnaði sem kynntur var fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 13.05.2013

Fyrir liggur erindi frá stjórnendum leikskólans sem óska eftir að heimiluð fjárupphæð til viðbótarstarfsmannafunda verði nýtt með þeim hætti sem leikskólanum hentar best. Fræðslunefnd samþykkir það fyrir sitt leyti að því uppfylltu að það kalli ekki á frekari kostnað.