- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Niðurstaða fundar formanns fræðslunefndar með foreldraráði og leikskólastjóra var sú að leikskólinn myndi opna kl. 10 þriðjudaginn 21. maí og starfsmenn sitja fund milli kl. 08:00-10:00. Foreldrar myndu taka að sér að halda leikskólanum opnum eftir hádegi frá kl. 13:00 til 17:00 föstudaginn 14. júní sem yrði jafnvel sumarhátíðardagur skólans. Starfsmenn myndu sitja fund frá kl. 13:00 til 18:00 og fá greitt samkvæmt því.
Áætlaður viðbótarlaunakostnaður verði þessi leið farin er áætlaður u.þ.b. 850.000.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessa ráðstöfun. Þar sem stutt er liðið á árið verður skoðað hvort unnt er að mæta þessum viðbótarlaunakostnaði innan samþykktrar áætlunar þegar líður á árið.
Niðurstaða fundar formanns fræðslunefndar með foreldraráði og leikskólastjóra var sú að leikskólinn myndi opna kl. 10 þriðjudaginn 21. maí og starfsmenn sitja fund milli kl. 08:00-10:00. Foreldrar myndu taka að sér að halda leikskólanum opnum eftir hádegi frá kl. 13:00 til 17:00 föstudaginn 14. júní sem yrði jafnvel sumarhátíðardagur skólans. Starfsmenn myndu sitja fund frá kl. 13:00 til 18:00 og fá greitt samkvæmt því. Áætlaður viðbótarlaunakostnaður, verði þessi leið farin, er áætlaður u.þ.b. kr. 850.000.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu tillögu fræðslunefndar um fyrirkomulag og kostnað vegna viðbótar starfsmannafunda sem haldnir verða í leikskólanum Tjarnarskógi til að ljúka stefnumótun vegna sameiningar leikskólanna tveggja.
Guðný Anna Þóreyjardóttir, skólastjóri á Tjarnarskógi, kynnti erindið, en farið er fram á tækifæri til að hafa 4 viðbótar starfsmannafundi 2 tíma í senn til að ljúka vinnu við stefnumótun sameinaðs skóla. Guðný Önnu falið að boða til fundar með foreldraráði og formanni fræðslunefndar til að kanna leiðir til að vinna þessa vinnu.