Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

184. fundur 08. apríl 2013 kl. 16:00 - 19:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Þorbjörn Rúnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir og María Ósk Kristmundsdóttir ásamt Ólöfu Ragnarsdóttur leikskólafulltrúa sátu fundinn undir liðum 1-4. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir sat fundinn undir liðum 5-6 og áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Ásthildur Kristín Garðarsdóttir og Sigfús Guttormsson sátu fundinn undir liðum 7-9 á dagskrá fundarins. Skólastjórnendur mættu við afgreiðslu þeirra liða sem vörðuðu þeirra stofnanir sérstaklega.

1.Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

Málsnúmer 201303031

Niðurstaða fundar formanns fræðslunefndar með foreldraráði og leikskólastjóra var sú að leikskólinn myndi opna kl. 10 þriðjudaginn 21. maí og starfsmenn sitja fund milli kl. 08:00-10:00. Foreldrar myndu taka að sér að halda leikskólanum opnum eftir hádegi frá kl. 13:00 til 17:00 föstudaginn 14. júní sem yrði jafnvel sumarhátíðardagur skólans. Starfsmenn myndu sitja fund frá kl. 13:00 til 18:00 og fá greitt samkvæmt því.

Áætlaður viðbótarlaunakostnaður verði þessi leið farin er áætlaður u.þ.b. 850.000.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessa ráðstöfun. Þar sem stutt er liðið á árið verður skoðað hvort unnt er að mæta þessum viðbótarlaunakostnaði innan samþykktrar áætlunar þegar líður á árið.

2.Umsókn um heimild til rannsóknarvinnu í skólastofnun

Málsnúmer 201304040

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar fyrirlagnar enda verði haft fullt samráð við skólastjóra um framkvæmd rannsóknarinnar.

3.Leikskólar - frumáætlun 2014

Málsnúmer 201304034

Lögð fram tillaga að drögum að fjárhagsáætlun leikskólanna. Áætlunum vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

4.Leikskólar - framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 201304039

Lagt fram yfirlit yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem vísað er til afgreiðslu í bæjarráði.

5.Tónlistarskólar - frumáætlun 2014

Málsnúmer 201304035

Lögð fram tillaga að drögum að fjárhagsáætlun tónlistarskólanna. Áætlunum vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

6.Tónlistarskólar - framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 201304038

Lagt fram yfirlit yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem vísað er til afgreiðslu í bæjarráði.

7.Grunnskólar - frumáætlun 2014

Málsnúmer 201304036

Lögð fram tillaga að drögum að fjárhagsáætlun grunnskólanna. Áætlunum vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

8.Grunnskólar - framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 201304037

Lagt fram yfirlit yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni sem vísað er til afgreiðslu í bæjarráði.

9.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2013

Málsnúmer 201304041

Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslusvið - fjárhagsáætlun 2014 heild - frumvinna

Málsnúmer 201304033

Lögð fram tillaga að drögum að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014. Áætlunum vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

11.Fræðslusvið - uppgjör 2012

Málsnúmer 201304032

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands

Málsnúmer 201303091

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.