Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

183. fundur 11. mars 2013 kl. 16:00 - 18:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Þorbjörn Rúnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Lembi Seia Sangle auk Ólafar Ragnarsdóttur, leikskólafulltrúa sátu fundinn undir fyrsta lið á dagskránni. Þar sem erindið barst frá leikskólanum Tjarnarskógi sat Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri einnig fundinn undir þeim lið.

1.Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

Málsnúmer 201303031

Guðný Anna Þóreyjardóttir, skólastjóri á Tjarnarskógi, kynnti erindið, en farið er fram á tækifæri til að hafa 4 viðbótar starfsmannafundi 2 tíma í senn til að ljúka vinnu við stefnumótun sameinaðs skóla. Guðný Önnu falið að boða til fundar með foreldraráði og formanni fræðslunefndar til að kanna leiðir til að vinna þessa vinnu.

2.Gjaldskrár á fræðslusviði

Málsnúmer 201303033

Farið yfir gjaldskrár á fræðslusviði til undirbúnings vinnu við fjárhagsáætlunargerð.

3.Frumdrög að uppgjöri fyrir stofnanir á fræðslusviði 2012

Málsnúmer 201303034

Lagt fram til kynningar.

4.Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032

Lagt fram til kynningar.

5.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201211107

Starfshópnum falið að ljúka vinnunni í ljósi umræðu á fundinum.

6.Velferðarvaktin

Málsnúmer 201302139

Fræðslunefnd lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í mótun fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið ef farið verður í slíka vinnu.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:35.