Velferðarvaktin

Málsnúmer 201302139

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Lagður er fram tölvupóstur með bréfi velferðarvaktarinnar, dags. 20. febrúar 2013 þar sem hvatt er til að sveitarfélögin setji sér fjölskyldustefnu og áætlun um framkvæmd hennar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að vísa málinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 11.03.2013

Fræðslunefnd lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í mótun fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið ef farið verður í slíka vinnu.

Félagsmálanefnd - 114. fundur - 18.03.2013

Í bréfi frá Velferðarvaktinni er þeim tilmælum beint til sveitarfélagsins að unnin verði fjölskyldustefna. Félagsmálanefnd lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í mótun fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið ef farið verður í slíka vinnu.