Félagsmálanefnd

114. fundur 18. mars 2013 kl. 10:30 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Jafnréttismál

Málsnúmer 201303070

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í félagsmálanefnd sátu fyrri hluta fundarins þegar fjallað var um jafnréttismál.

Ákveðið að endurskoða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og jafnframt að vísa á heimasíðu Jafnréttisstofu á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Endurskoðuð jafnréttisáætlun yrði tekin fyrir á fundi nefndarinnar í ágúst.

2.Gjaldskrá heimaþjónustu 2013

Málsnúmer 201302102

Drög að breyttri gjaldskrá heimaþjónustu samþykkt. Breytingarnar taka gildi 1. júní nk.

3.Starfsáætlun Stólpa 2013

Málsnúmer 201303061

Drög að starfsáætlun Stólpa lögð fram til kynningar.

4.Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndarmála 2012

Málsnúmer 201303063

Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndarmála fyrir árið 2012 lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd beinir þeim tilmælum til Barnaverndarstofu að ákvæðum 8. gr. barnaverndarlaga verði framfylgt og eftirlit með störfum barnaverndarnefnda aukið, en í dag er eftirlitið einungis í formi tölulegra upplýsinga og ef um kvartanir vegna málsmeðferðar er að ræða.

5.Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2013

Málsnúmer 201302088

Drög að breyttum reglum um sérstakar húsaleigubætur lögð fram og samþykkt, en breytingarnar fela í sér uppfærslu á viðmiðunartölum sem nýverið bárust frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

6.Starfslýsing heimaþjónustu

Málsnúmer 201303065

Drög að starfslýsingu fyrir starfsfólk í heimaþjónustu lögð fram og samþykkt.

7.Yfirlit yfir stöðu launa fyrstu tvo mánuði 2013

Málsnúmer 201303064

Yfirlit yfir stöðu launa fyrstu tvo mánuði ársins lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Bókun bæjarráðs frá febrúar sl. tekin til umfjöllunar þar sem óskað er eftir að nefndin fari yfir sínar starfs- og fjárhagsáætlanir og vinni út frá þeim yfirlit yfir fjárþörf fyrir árið 2014. Auk þess er nefndinni gert að vinna lista yfir 3 - 5 forgangsverkefni er lúta að nýframkvæmdum og stærri viðhaldsverkefnum sem nefndin sér ástæðu til að hrinda í framkvæmd á komandi ári. Formanni, varaformanni og félagsmálastjóra er falið að vinna ofangreinda vinnu og senda bæjarráði.

9.Beiðni um fund með barnaverndarnefnd

Málsnúmer 201301233

Félagamálanefnd hefur borist bréf frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir fundi með nefndinni. Nefndin leggur til að fundað verði 19. ágúst kl. 9:30.

10.Velferðarvaktin

Málsnúmer 201302139

Í bréfi frá Velferðarvaktinni er þeim tilmælum beint til sveitarfélagsins að unnin verði fjölskyldustefna. Félagsmálanefnd lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í mótun fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið ef farið verður í slíka vinnu.

Fundi slitið - kl. 10:30.