Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2013

Málsnúmer 201302088

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 113. fundur - 18.02.2013

Drög að breyttum reglum félagsmálanefndar um sérstakar húsaleigubætur eru lagðar fram. Nefndin samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem þar koma fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Drög að breyttum reglum félagsmálanefndar um sérstakar húsaleigubætur voru kynntar í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn reglurnar með þeim breytingum sem þar koma fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 114. fundur - 18.03.2013

Drög að breyttum reglum um sérstakar húsaleigubætur lögð fram og samþykkt, en breytingarnar fela í sér uppfærslu á viðmiðunartölum sem nýverið bárust frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.