Félagsmálanefnd

113. fundur 18. febrúar 2013 kl. 10:30 - 13:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndarmál

Málsnúmer 200805112

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

2.Vinnum saman meira gaman

Málsnúmer 201302104

Kynnt námskeið sem hefst 20. febrúar n.k., meðal nemenda á unglingastigi á Fljótsdalshéraði sem unnið er í samstarfi félagsþjónustunnar, fræðslusviðs og HSA. Námskeiðið stendur yfir í alls sex vikur og ber yfirskriftina Vinnum sama, meira gaman. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði ævintýrameðferðar en leitað er einnig í hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar.

3.Framkvæmdaáætlun í barnavernd 2013

Málsnúmer 201302089

Drög að framkvæmdaáætlun í barnavernd til ársins 2014 lögð fram. Nefndin samþykkir áætlunina.

4.Ársyfirlit færni og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Austurlands

Málsnúmer 201302096

Ársyfirlit færni og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis Austurlands lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrá heimaþjónustu 2013

Málsnúmer 201302102

Drög að breyttri gjaldskrá fyrir heimaþjónustu lögð fram. Afgreiðslu frestað.

6.Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna lánveitingar til leiguíbúða 2013

Málsnúmer 201302097

Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna lánveitinga til leiguíbúða 2013 kynnt nefndinni.

7.Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2013

Málsnúmer 201302088

Drög að breyttum reglum félagsmálanefndar um sérstakar húsaleigubætur eru lagðar fram. Nefndin samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem þar koma fram.

8.Breytingar á reglugerð um húsaleigubætur

Málsnúmer 201302093

Breytingar á reglugerð um húsaleigubætur kynntar nefndinni.

9.Könnun á greiðslu húsaleigubóta 2012

Málsnúmer 201302118

Könnun á greiðslu húsaleigubóta árið 2012 lögð fram til kynningar.

10.Starfsáætlun Félagsþjónustunnar 2013

Málsnúmer 201302114

Drög að starfsáætlun 2013 lögð fram til samþykktar. Nefndin samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum.

Fundi slitið - kl. 13:30.