Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 10.06.2013

Farið yfir stöðu mála varðandi þróun launakostnaðar fræðslustofnana. Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að skólastjórnendur fylgist vandlega með þeirri þróun fyrir sína stofnun og bregðist strax við ef minnsta tilefni er til. Fræðslunefnd óskar eftir að þeir skólastjórnendur þar sem þróun virðist stefna í að um framúrakstur verði að ræða mæti á fund nefndarinnar eftir sumarleyfi og skýri frá hvernig þeir hyggist bregðast við.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 23.09.2013

Formanni falið að fara yfir málið með fræðslufulltrúa.