Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

190. fundur 23. september 2013 kl. 16:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Þórarinsdóttir
Áheyrnarfulltrúi tónlistarskólastjóra Drífa Sigurðardóttir mætti undir lið 1. 2. og 3.

Áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla Seia Sangla og Guðmunda Vala Jónasdóttir fulltrúi leikskólastjóra mættar undir lið 4. 5. 6. 7. 8. 9. og 10.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309121Vakta málsnúmer

Daníel Arason tónlistarskólastjóri fylgdi eftir tilögu sinni að fjárhagsáætlun ársins 2014. Fram kom að nemendur eru 132 við skólann í dag og 6,7 stöðugildi kennara eru við skólann.
Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

2.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309123Vakta málsnúmer

Jón Arngrímsson tónlistarskólastjóri fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun ársins 2014.
Fram kom að nemendur eru 32 við skólann í dag. Stöðugildi kennara eru 1,8
Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

3.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309122Vakta málsnúmer

Drífa Sigurðardóttir tónlistarskólastjóri fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun ársins 2014.
Fram kom að nemendur eru 72 við skólann í dag. Stöðugildi kennara eru 3,3
Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

4.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309124Vakta málsnúmer

Guðný Anna Þóreyjardóttir fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun ársins 2014.
Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

5.Eftirlitsskýrsla - Tjarnarskógur

Málsnúmer 201309130Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa - erindi frá leikskólastjórum

Málsnúmer 201309120Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til bæjarstjóra og fræðslufulltrúa.

7.Leikskólinn Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309125Vakta málsnúmer

Guðmunda Vala Jónasdóttir fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun ársins 2014.
Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

8.Leikskólinn Hádegishöfði,Vinnueftirlit/Skoðunarskýrsla

Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Þingsályktunartillaga um leikskóla að loknu fæðingarorlofi/Til umsagnar

Málsnúmer 201309118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu

Málsnúmer 201309092Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Starfsemi félagsmiðstöðva

Málsnúmer 201309126Vakta málsnúmer

Eysteinn Húni Hauksson forstöðumaður félagsmiðstöðva hefur sagt starfi sínu lausu, Fræðslunefnd þakkar Eysteini vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.
Starfið hefur verið auglýst.

12.Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032Vakta málsnúmer

Formanni falið að fara yfir málið með fræðslufulltrúa.

13.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Skýrslu fræðslufulltrúa frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:00.