Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309123

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 23.09.2013

Jón Arngrímsson tónlistarskólastjóri fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun ársins 2014.
Fram kom að nemendur eru 32 við skólann í dag. Stöðugildi kennara eru 1,8
Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 10.10.2013

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.