Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

191. fundur 10. október 2013 kl. 16:00 - 18:46 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sverrir Gestsson, Þórður Mar Þorsteinsson, Sigfús Guttormsson og Harpa Hlín Jónsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-4 auk þess sem Sigurlaug Jónasdóttir sat fundinn undir liðum 1 og 2. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Lembi Seia Sangle sátu fundinn undir liðum 5-8 og María Ósk Kristmundsdóttir sat fundinn undir liðum 7 og 8. Auk þess tók Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri Tjarnarskógar þátt í fundinum undir liðum nr. 5-7. Daníel Arason, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, sat fundinn undir lið 9 og Jón Arngrímsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Brúarási sat fundinn undir lið 11.

1.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309034

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

2.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201310033

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri kynnti málin, en um er að ræða málefni tveggja nemenda. Málin fari í frekari vinnslu hjá skólastjóra og fræðslufulltrúa og komi síðan aftur til afgreiðslu í nefndinni.

3.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309035

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Fellaskóla 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

4.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309036

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

5.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309124

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Leikskólans Tjarnarskógar 2014. Tillagan byggir á að bætt verði við einum skipulagsdegi sem verði skipulagður á milli jóla og nýárs. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

6.Leikskólinn Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309125

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Leikskólans Hádegishöfða 2014. Tillagan byggir á að bætt verði við einum skipulagsdegi sem verði skipulagður á milli jóla og nýárs. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

7.Leikskólinn Tjarnarskógur - starfsmannamál

Málsnúmer 201310035

Fyrir liggur uppsögn Guðnýjar Önnu Þóreyjardóttur sem segir starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum. Fræðslunefnd þakkar Guðnýju Önnu vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fræðslunefnd óskar eftir að auglýst verði eftir leikskólastjóra sem fyrst.

8.Leikskólinn Tjarnarskógur - nemendamál

Málsnúmer 201310034

Guðný Anna kynnti erindið en um er að ræða umsókn um að 5 ára gamall nemendi í leikskólanum Tjarnarskógi fái að nýta skólaakstur til og frá skóla. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við að barnið fái að fara með bílnum en ítrekar að það sé alfarið háð einstaklingsbundnu samkomulagi foreldra og skólabílstjóra sem ekki hefur nein áhrif á skipulag og framkvæmd skólaakstursins að öðru leyti. Fullt samstarf sé haft við leikskólann um málið. Samþykkt samhljóða.

9.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309121

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

10.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309122

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

11.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309123

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

12.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014

Málsnúmer 201310036

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun félagsmiðstöðvanna Afreks og Nýungar fyrir 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna samhljóða.

Fræðslunefnd leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2014 og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Fræðslunefnd leggur áherslu á ábyrgð skólastjórnenda að tryggja að það fjármagn sem þeir fá til ráðstöfunar nýtist sem best í skólastarfinu með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.

Fundi slitið - kl. 18:46.