Leikskólinn Tjarnarskógur - nemendamál

Málsnúmer 201310034

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 10.10.2013

Guðný Anna kynnti erindið en um er að ræða umsókn um að 5 ára gamall nemendi í leikskólanum Tjarnarskógi fái að nýta skólaakstur til og frá skóla. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við að barnið fái að fara með bílnum en ítrekar að það sé alfarið háð einstaklingsbundnu samkomulagi foreldra og skólabílstjóra sem ekki hefur nein áhrif á skipulag og framkvæmd skólaakstursins að öðru leyti. Fullt samstarf sé haft við leikskólann um málið. Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.