Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309034

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 189. fundur - 09.09.2013

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir skólann fyrir árið 2014. Hækkun á beiðni á launalið kemur til vegna aukins aldursafsláttar kennara skólans. Hækkun á beiðni á rekstrarliðum kemur til vegna almennra hækkana auk þess sem ýmis kennslubúnaður og húsbúnaður þarfnast endurnýjunar. Fram kom að nemendur eru 344 við upphaf skólaárs 2013-2014. Skólastjóri fór þessu til viðbótar yfir ýmsa þætti er varða framkvæmdir og búnað, einkum ítrekaði hún nauðsyn þess að gangur í bókasafni verði settur á framkvæmdaáætlun strax eftir áramót, enda reyni mikið á gegnumgang nemenda á leið í tíma í tónlistarskóla nú. Jafnframt minnti hún á nauðsyn þess að ljúka frágangi við aðkomu yngri nemenda enda hljótist hætta af aðstæðum eins og þær eru nú. Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 10.10.2013

Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2014. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarráðs með heildarfjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2014. Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.