Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

189. fundur 09. september 2013 kl. 16:00 - 17:53 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þórður Mar Þorsteinsson og Sigfús Guttormsson sátu fundinn undir liðum 1-6. Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, sat fundinn undir 1. lið á dagskránni og Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóli, sat fundinn undir 2. lið á dagskrá fundarins.

1.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir skólann fyrir árið 2014. Hækkun á beiðni á launalið kemur til vegna aukins aldursafsláttar kennara skólans. Hækkun á beiðni á rekstrarliðum kemur til vegna almennra hækkana auk þess sem ýmis kennslubúnaður og húsbúnaður þarfnast endurnýjunar. Fram kom að nemendur eru 344 við upphaf skólaárs 2013-2014. Skólastjóri fór þessu til viðbótar yfir ýmsa þætti er varða framkvæmdir og búnað, einkum ítrekaði hún nauðsyn þess að gangur í bókasafni verði settur á framkvæmdaáætlun strax eftir áramót, enda reyni mikið á gegnumgang nemenda á leið í tíma í tónlistarskóla nú. Jafnframt minnti hún á nauðsyn þess að ljúka frágangi við aðkomu yngri nemenda enda hljótist hætta af aðstæðum eins og þær eru nú. Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

2.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309035Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir skólann fyrir árið 2014. Fram kom að nemendur eru við upphaf skólaárs 2013-2014 108 en voru á sama tíma í fyrra 97. Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

3.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201309036Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir skólann fyrir árið 2014. Fram kom að grunnskólanemendur eru við upphaf skólaárs 2013-2014 37 og leikskólanemendur 7. Fjárhagsáætlun skólans verður afgreidd með heildarfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2014.

4.Fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum

Málsnúmer 201309037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Upplýsingatækni í grunnskólum

Málsnúmer 201308069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Ungt fólk og lýðræði 2013 - lokaskýrsla

Málsnúmer 201309038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:53.