Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

187. fundur 10. júní 2013 kl. 16:00 - 18:44 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Jónas Guðmundsson varamaður
  • Þorbjörn Rúnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Lembi Seia Sangle og María Ósk Kristmundsdóttir, auk Guðnýjar Önnu Þóreyjardóttur sátu fundinn undir fyrsta lið á dagskrá fundarins.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormsson og Ásthildur Kristín Garðarsdóttir sátu fundinn undir liðum 2-4. Auk þess mætti Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla undir liðum 2 og 3.

1.Innritun í leikskóla Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201305074

Farið yfir forsendur innritunar í leikskóla á komandi skólaári. Fræðslunefnd leggur áherslu á að reynt verði að bregðast við og tryggja sem flestum þessara barna leikskólavist. Fræðslunefnd fer þess því á leit við bæjarráð að aukin fjárheimild fáist til að svo megi verða. Fræðslufulltrúa og leikskólafulltrúa falið í samráði við skólastjórnendur að leggja mat á kostnað við hugsanlegar lausnir málsins.

2.Egilsstaðaskóli - mat á skólastarfi 2012-2013

Málsnúmer 201306023

Ruth Magnúsdóttir kynnti drög að matsskýrslu vegna innra mats í Egilsstaðaskóla. Fræðslunefnd fagnar þeim vísbendingum um jákvæða líðan nemenda í skólanum sem birtast í könnunum meðal nemenda.

3.Kostnaður við þátttöku nemenda í skólum á Fljótsdalshéraði í keppnum/mótum utan sveitarfélagsins - s

Málsnúmer 201306024

Rætt um þátttöku skóla í keppnum eins og t.d. Skólahreysti, nýsköpunarkepnni, skólaþríþraut, skólaskák, Nótan o.þ.h. þar sem það sem skólar sem vinna þátttökurétt með góðum árangri í mótum heima fyrir í keppnum á landsvísu. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að taka málið upp við fjárhagsætlunargerð í haust.

4.Beiðni um heimild til gagnaöflunar í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201306025

Fræðslunefnd veitir heimild til umbeðinnar gagnaöflunar fyrir sitt leyti enda verði haft fullt samráð við skólastjórnendur um framkvæmd hennar.

5.Launaþróun á fræðslusviði 2013

Málsnúmer 201303032

Farið yfir stöðu mála varðandi þróun launakostnaðar fræðslustofnana. Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að skólastjórnendur fylgist vandlega með þeirri þróun fyrir sína stofnun og bregðist strax við ef minnsta tilefni er til. Fræðslunefnd óskar eftir að þeir skólastjórnendur þar sem þróun virðist stefna í að um framúrakstur verði að ræða mæti á fund nefndarinnar eftir sumarleyfi og skýri frá hvernig þeir hyggist bregðast við.

6.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201211107

Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að leita eftir umsögnum ábyrgðaraðila í samræmi við fyrirliggjandi drög að forvarnarstefnu. Umsagnir liggi fyrir 1. október nk. og drögin komi til afgreiðslu í nefndinni á fyrri fundi hennar í október.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:44.